7.9.13 er ný hljómsveit frá Akureyri, en hana skipa þau Ágúst Máni á bassa, Elmar Atli á gitar, Jóel Örn á gítar, Ólafur Anton á trommur, Styrmir Þeyr á píanó og Særún Elma syngur. „Við vorum öll í Tónlistarskólanum á Akureyri nema Ágúst, en einnig öll í VMA,“ segir Jóel Örn, gítarleikari hljómsveitarinnar. „Bandið byrjaði í raun sem undirleiksband fyrir Sturtuhausinn sem er söngkeppni VMA árið 2019. Særún Elma, söngkona hljómsveitarinnar vann þá keppnina það árið.“
31. maí síðastliðinn lenti fyrsta plata hljómsveitarinnar, Lose control, á helstu streymisveitum.Tónlistin er í popp/rokk stíl og bæði er sungið á ensku og íslensku á plötunni.
Við erum mjög ánægð að hafa fengið þau með okkur í lið og hlökkum til að sjá þá spila um helgina!