Drottningar koma fram á EMÖ 2024

Það eru þær Guðrún Arngríms, Jónína Björt og Maja Eir sem syngja saman undir nafninu Drottningar en upphaflega var nafnið ætlað því að þær væru að heiðra Drottningar í tónlist. Þær hafa staðið við það og með kvenorkuna í fyrrirúmi flutt tónlist eftir fjölda frægra söngkvenna síðustu ár. Bæði hafa þær tekið fyrir rokk, popp, soul, country og eurovision svo eitthvað sé nefnt. Skemmtilegast þykir þeim að blanda þessu öllu saman í einn poka og flytja tónlist úr öllum áttum eftir konur og lög sem konur hafa gert fræg. Á sparitónleikunum fá þær með sér Kristján Grétarsson á gítar.