Geggjuð stemning á föstudeginum!

Föstudagurinn var algjörlega frábær og bærinn var stútfullur af fólki.

Dagurinn byrjaði á góðri stemningu á Ráðhústorginu þar sem fólk gæddi sér á úrvali matarvagna helgarinnar og markaðir voru á staðnum þar sem gestir gerðu góð kaup á allskyns munum. Tónlist ómaði um svæðið og veðrið var til sóma!

Í Kjarnaskógi fór fram krakkahlaup Súlur Vertical og mætingin var frábær. Það myndaðist mikil stemning þar sem tugi barna hlupu um Kjarnaskóg í rigningunni. 

Í Akureyrarkirkju fóru svo fram Óskalagatónleikarnir með Óskari, Ívari og Eyþóri. Kirkjan var stútfull og glimrandi stemning á meðan gesta.

Á Ráðhústorginu var svo frábær mæting í Latino partý fyrir utan Vamos með Salsa North. Þar dönsuðu ungir sem aldnir langt fram á kvöld.
Seinna um kvöldið var svo mikil dansstemning þar sem DJ Orangel og Our Psych þeyttu skífum.

Á Græna Hattinum voru Matti Matt og Magni með Classic Rock tónleika. Þar var fullt hús og dúndrandi stemning.

Við fengum senda ljósmyndir frá Hilmari Friðjónssyni af viðburðum gærdagsins.