Götuspyrna 2024 um verslunarmannahelgina

Götuspyrna 2024 verður haldin á Aksturssvæði Bílaklúbbs Akureyrar þann 3.ágúst næstkomandi kl.15:00 ef rigningin verður til friðs!

Dagskrá keppninnar verður sem hér segir: Þetta er fyrir þá sem eru skráðir bara í þessa keppni ekki keppnina sem er fyrr um daginn

13:00 Mæting í pitt
13:15 skoðun
14:00 Keppendafundur með keppnisstjóra
14:15 Tímatökur byrja fyrir þá sem tóku ekki þátt í íslandsmeistara og bikarmóti í áttungsmílu
15:00 Keppni hefst
17:00 Áætluð keppnislok og kærufrestur hefst

Kærufresti lýkur 30 mín eftir keppnislok.
Verðlauna afhending við spyrnubraut.
Veitt eru verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í hverjum flokki.

Fyrr um daginn er íslandsmeistara og bikarmót í áttungsmílu. Þeir sem keppa í henni þá mun besti tíminn gilda sem tímataka í þessari keppni. En þeir sem eru bara skráðir í götuspyrnu fá að keyra 2 ferðir áður en keppni hefst kl. 15:00

Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:

- Bílar 4cyl

- Bílar 6cyl

- Bílar 8cyl "standard"

- Bílar 8cyl+

- Bílar 4x4

- Jeppaflokkur

- Rafmagnsbílar

- Bílar Super Street

- Bílar Outlaw hurðabílar

- Bílar Outlaw grindarbílar

- Bílar unglingaflokkur

- Mótorhjól F-hjól

- Mótorhjól Hippar undir 1100cc

- Mótorhjól Hippar 1100cc+

- Mótorhjól Krossarar

- Mótorhjól Götuhjól undir 800cc

- Mótorhjól Götuhjól 800cc+

- Mótorhjól Breytt götuhjól

Ef tímamörk leyfa verða einnig keyrðir allt flokkar bíla og hjóla að keppni lokinni.