Laugardagurinn á Einni með öllu!

Laugardagurinn var gjörsamlega trylltur og fór fram úr öllum væntingum!

Dagurinn byrjaði á góðri stemningu á Ráðhústorginu þar sem fólk gæddi sér á úrvali matarvagna helgarinnar og markaðir voru á staðnum þar sem gestir gerðu góð kaup á allskyns munum. Tónlist ómaði um svæðið og veðrið var til sóma! Sólin lét sjá sig því að veðrið er alltaf best á Akureyri.

Hlauparar í Súlur vertical luku keppni í göngugötunni, mömmur seldu 2.262 möffins og Klói mætti á svæðið með glðaning handa öllum frá MS, Kata Vignis og hvolpasveitin mættu og voru ungu kynslóðinni hvatning, Húlladúlla skemmti börnum fyrir utan Sykurverk og um kvöldið var tónlistin alls ráðandi þar sem Bríet, Birnir, Aron Can og hljómsveitin 7.9.13 stútfylltu miðbæinn enn of aftur, einnig var metaðsókn í Skógarböðin þar sem Bríet kom fram og söng fyrir gesti í böðunum.

Við erum ekkert smá ánægð með daginn og þökkum kærlega fyrir samveruna á þessum viðburðaríka degi! Hér fyrir neðan eru myndir og móment frá deginum sem Hilmar Friðjónsson tók.