Á laugardaginn 3.ágúst verður slegið upp krakka veislu í boði N1 á ráðhústorginu klukkan 15:00
Kata Vignis, kynnir Einnar með öllu, mun stýra dansveislunni með tónlist og skemmtilegum danshreyfingum.
Meðlimir Hvolpasveitarinnar munu dansa með krökkunum og hafa gaman.
Slegið verður upp sviði fyrir utan Vamos þar sem veislan mun eiga sér stað, sjáumst hress og kát á N1 krakka veislunni!