Sunnudagurinn á Einni með öllu

Sunnudagurinn var vægast sagt sturlaður!

Dagurinn byrjaði í Kjarnaskógi þar sem Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í boði Nettó var haldinn hátíðlega. Sólin skein á köflum og hlítt var í lofti. Sápukúlur og tónlist prýddu svæðið, boðið var upp á popp og kaffi yfir varðeldi, sveppafræðsla með Guðríði Gyðu, Ísbúð Akureyrar gaf ís og Húlladúllan skemmti krökkum með húllahringjum í öllum stærðum og gerðum. Þá var líka strandhandboltamót KA/Þórs á svæðinu með tugi þátttakenda. Skógurinn iðaði af lífi og fólk skemmti sér prýðilega.

Um kvöldið á samkomuflötinni voru svo Sparitónleikar Einnar með öllu þar sem Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13 komu fram og skemmtu áhorfendum allt kvöldið og mikil aðsókn var í tívolíð á svæðinu. Matarvagnar komu sér fyrir á flötinni og gátu gestir gætt sér á ýmis kræsingum allt kvöldið. Flötin var stappfull af fólki á öllum aldri.
Kvöldið endaði svo með glæsilegri flugeldasýningu í takt við tónlist.

Dagurinn var frábært í alla staði og viljum við þakka öllum sem komu að hátíðinni. Hér fyrir neðan eru myndir og móment frá deginum sem Hilmar Friðjónsson tók.